1994.09.24 – Kaplakrika Gym, Hafnarfjörður, Iceland

Date: 24th September 1994
Event: The Prodigy Concert
Venue: Kaplakrika Gym
City: Hafnarfjörður
Country: Iceland
Support: Bubbleflies, T-World, Scope, POK

Tracklist:
n/a

Extra info:
Review by Árni Matthíasson (Icelandic):
Tónlist nýrrar kynslóðar TÓNLIST Danstónleikar THE PRODIGY Í KAPLAKRIKA Breska danssveitin The Prodigy í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði sl. laugardag. Nokkrar íslenskar sveitir hituðu upp. Áhorfendur voru vel á fimmta þúsund, aðgöngumiðar kostuðu 2.200 kr. í forsölu og seldust upp.
EITTHVAÐ er það við danstónlist sem gerir að verkum að fullorðnir kunna ekki að meta hana, hvort sem það er dynjandi takturinn, bjánalegir textarnir eða ókræsilegur hljómagangur, en síðustu misseri hefur hún sannað sig sem tónlist nýrrar kynslóðar, sem gefur frat í vagg og veltu og ástarvelluvæl. Það sannaðist og á tónleikum The Prodigy í Kaplakrika, sem varla var hægt að kalla tónleika; frekar danshátíð það sem allir voru komnir til að finna taktinn, en ekki að leita að nýjum útsetningu laga eða sjá flotta einleikskafla á gítarinn.
Danshátíðin hófst með íslenskum plötusnúðum og hljómsveitum, en meðal annars léku hljómsveitirnar Skóp og Bubbleflies. Mikið hefur verið látið með Skóp undanfarið, en full snemmt að leggja á hana strangan kvarða, enda sveitin ekki ýkja gömul. Þrátt fyrir það olli hún nokkrum vonbrigðum, lögin voru stirð og óspennandi og slök og stíf sviðsframkoma efnilegrar söngkonunnar, Svölu Björgvinsdóttur, spillti fyrir, líklega vegna skorts á sviðsreynslu. Bubbleflies var aftur á móti líflegri og náði upp meiri stemmningu. Hljómsveitin virðist vera að móta sér nýjan stíl, sem gaman verður að heyra á væntanlegri breiðskífu.
Hljómsveitin The Prodigy er í raun eins manns sveit, eins og sjá mátti á sviðinu, þar sem einn maður, Liam Howell, hamaðist á fjölda hljómborða; skipti um disklinga, víxlaði snúrum og sló á þau til skiptis af miklum móð. Þó hann hafi vissulega verið á fullu allan tímann, er slíkt ekki mikið augnayndi og til að halda öllum í miklu stuði var hann með sér “rappara”, sem spann, öskraði og æpti eftir því sem við átti, og tvo villta dansara sem hömuðust sem ættu þeir lífið að leysa. Fyrir vikið mátti hafa verulegt gaman af sveitinni, en frammistaða Liams sýndi hvers vegna The Prodigy er í fremstu röð breskra danssveita.
Aðrir fjölsóttir tónleikar voru haldnir í Kaplakrika fyrir rúmu ári, þegar Rage Against the Machine lék á Listahátíð Hafnarfjarðar. Öll stemmning nú var léttari og gæsla eins og hún á að vera, ákveðin en ekki uppskrúfuð, allir afslappaðir, en fljótir til þegar á þurfti að halda. Skipuleggjendur og tónleikahaldarar eiga skildar bestu þakkir fyrir góða skemmtun.

Ticket:

Advert from Morgunblaðið, 22nd September 1994:

Photosession:

Press:

Leave a Reply

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

  

  

  

Solve me Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.